Park Foundation Music App

HOME

Home > Releases

Savanna - Tríóið

Overview

Savanna - Tríóið --- 1963

Snemma á árinu 1962 tóku þrír ungir menn, Troels Bendtsen, Björn Björnsson og Þórir Baldursson að æfa saman söng sem nú er orðinn landskunnur. Þeir höfðu litla reynslu en viljann vantaði ekki, og hafa þeir á þessum skamma tima sungið sig inn í hjörtu Íslendinga, ungra sem gamalla. Þegar i byrjun hneigðist hugur þeirra að íslenzkum þjóðlögum, enda er þar um auðugan garð að gresja. Þetta er fyrsta hljómplatan sem þeir syngja inn á og ef dæma skal eftir góðri meðferð þeirra á þessum lögum, áreiðanlega ekki sú síðasta. Fyrst heyrum við lag Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi við ljóð Gríms Thomsen, í mjög svo skemmtilegri útsetningu Þóris. Mér finnst, að hér hafi þeim tekizt mjög vel að lýsa í söngnum því sem ljóðið fjallar um. Þá syngja þeir hið fallega þjóðlag Kvölda tekur, sezt er sól en textinn er þjóðvísa. Þetta lag hefur heyrst í mörgum útsetningum, og er mér einna minnisstæðust útsetning Jóns Leifs í tónverkinu Island Overture. Lang-vinsælasta lagið sem SAVANNA trióið hefur sungið er Suðurnesjamenn Kaldalóns við ljóð Ólínu Andrésdóttur. Þeir syngja hér fjögur erindi af sex. Þá er röðin komin að hinni merkilegu Gilsbakkaþulu. Lagið er þjóðlag, en þulan er eftir séra Kolbein Þorsteinsson, sem var aðstoðarprestur á Gilsbakka i Borgarfirði um 1760. Hann orti hana til Guðrúnar dóttur sinnar, samtals um 106 ljóðlínur, en af skiljanlegum ástæðum eru þær ekki fleiri en tólf i útsetningu þeirra. Í eftirmála við eina uppskrift þulunnar segir eitthvað á þessa leið: „Fylgir sá kraptur kvæði þessu, að varla er svo rellótt barn, að ekki huggist það og hlýði á með mestu athygli, er það er kveðið". Jafnframt söngnum leika þeir allir á gítara, en Gunnar Sigurðsson leikur með þeim á bassa. Þórir á heiðurinn af útsetningunum, sem í alla staði eru mjög vandaðar og skemmtilegar. Til gamans má geta þess, að í laginu Kvölda tekur nota þeir hljóðfæri sem nefnt er Celeste og gefur það laginu mjög sérkennilegan blæ. Hef ég svo ekki fleiri orð um þeirra fyrstu plötu, en óska þeim gæfu og gengis. - Jón Sigurðsson

Artist Bio

Artist Details

Videos

Tracklist

Á Sprengisandi

Kvölda Tekur, Sezt Er Sól

Suðurnesjamenn

Gilsbakkaþula

Labels

Íslenzkir Tónar

See video on youtube

By Kyle Larson